GRASALÆKNIR

Námsstyrkur

Námsstyrkjaáætlun fyrir grasalækninganámið – 30-70% lægra verð fyrir þá sem uppfylla sérstök skilyrði

Markmið áætlunarinnar: Námsstyrkjaáætlunin hefur þann tilgang að auka aðgengi að grasalækninganámi og styðja við þá einstaklinga sem standa frammi fyrir sérstökum áskorunum. Þessi áætlun er sérstaklega ætluð þeim sem glíma við fötlun, eru innflytjendur á Íslandi, tilheyra þjóðernislegum eða trúarlegum minnihlutahópum og/eða hafa takmarkaðar tekjur, íslendingar sem eru búsettir erlendis og atvinnulausir eða taka á móti örorkubótum. Með þessum styrk viljum við efla fjölbreytileika, samstöðu og þátttöku í grasalækningasamfélaginu og skapa fleiri tækifæri til menntunar fyrir þá sem annars gætu ekki sótt sér slíkt nám.
NÁMSSTYRKUR

Umsókn um styrk

Grasalæknir námsstyrkur, skilyrði:

Til þess að eiga rétt á styrknum þurfa umsækjendur að uppfylla eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum:

  • Vera með viðurkennda fötlun sem hefur áhrif á daglegt líf.
  • Vera innflytjendur sem hafa flust til landsins og eru að aðlagast nýju samfélagi.
  • Tilheyra þjóðernislegum eða trúarlegum minnihlutahópum.
  • Einstaklingar með takmarkaðar tekjur sem gera það erfitt að fjármagna nám án styrkjar.
  • Einstætt foreldri með 1 eða fleiri börn undir 18 ára aldri á sínu framfæri.
  • Íslendingar sem búa erlendis og eru atvinnulausir eða taka á móti greiðslum vegna örorku.


Kostir styrksins:

  • 30-70% lægra verð á námskeiðsgjaldi í grasalækninganáminu.
  • Tækifæri til að öðlast dýrmæta þekkingu og færni í grasalækningum og náttúruheilbrigði.
  • Aðgangur að stuðningsneti annarra nemenda sem deila svipuðum reynslum og áskorunum.


Hvernig á að sækja um:


Umsækjendur þurfa að senda inn umsókn sem inniheldur:

  • Persónulegt bréf þar sem viðkomandi lýsir því hvers vegna hann/hún sækist eftir styrknum og hvernig hann/hún uppfyllir skilyrðin. 
  • Staðfestingu á fötlun (ef við á), eða önnur skjöl sem staðfesta stöðu viðkomanda sem einn af þeim hópi sem getur sótt um styrk.
  • Upplýsingar um tekjur og fjárhagslega stöðu til að sýna fram á þörf fyrir fjárhagslegan stuðning.
  • Upplýsingar um fjölskylduaðstæður.


Umsóknarfrestur og ferli:

  • Umsóknarfrestur er 15. september.
  • Allar umsóknir verða metnar með það hlutverk að tryggja sanngirni í úthlutun styrkjanna.
  • Ákvörðun um styrk verður send innan fimm daga frá því að við fáum umsóknina þína.


Ávinningur af þátttöku:


Styrkþegar munu njóta góðs af dýrmætri menntun sem gefur þeim verkfæri til að nýta náttúrulegar aðferðir til heilbrigði og vellíðan. Námið eflir sjálfstraust, samfélagslega þátttöku og skapar fleiri tækifæri til atvinnu eða frekari menntunar.


Samfélagslegt mikilvægi:


Með þessari námsstyrkjaáætlun vil ég leggja mitt af mörkum til að stuðla að jafnrétti í menntun og efla fjölbreytileika innan grasalækningasamfélagsins. Ég trúi því að margbreytilegt námssamfélag auðgi bæði nemendur og kennara og skapi dýrmætari og víðari sýn á náttúrulækningar og notkun þeirra.

Ég hvet alla sem uppfylla skilyrðin og hafa ástríðu fyrir náttúrulegum leiðum til að styðja við heilsu, til að sækja um og nýta sér þetta einstaka tækifæri til að efla þekkingu sína og færni.

2ja ára fjarnám í grasalækningum

Njóttu aðgangs allan sólarhringinn að hágæða rafrænu námskeiði sem þróað er af Maríu Hrefnu. Rafrænt nám hefur umbreytt lærdómi og nú getur þú stundað nám hvaðanæva sem er úr heiminum.
Búið til með