Grasalæknir
1. sept 2025

2ja ára nám í grasalækningum hjá Maríu Hrefnu. Með fjölbreyttum verklegum verkefnum og rannsóknum munt þú læra að safna, vinna og nota jurtir á ábyrgan hátt. Þú munt fá tækifæri til að búa til eigin blöndur og þróa eigin uppskriftir, bæði jurtalyf og jurtasnyrtivörur.
 
  • 79 hlutanámskeið

    grasalæknir
  • 430 tímar

    jurtafræði, jurtalyf, jurtasnyrtivörur, sjálfbærni
  • 300 tímar

    líffræði
  • 60 tímar

    markaðssetning, netbúð
  • 860 tímar

    sjálfsnám
  • 1650 tímar

    samtals

    Greiðsludreifing og styrkir

    Við bjóðum upp á sveigjanlegar greiðsluútfærslur:

    • kr 45.000 – allt greitt fyrirfram
    • kr 5.000 fyrirfram + 4x kr 11.000 /6 mán. (samtals kr 49.000)
    • kr 6.000 fyrirfram + 12x kr 3.917 /mán. (samtals kr 53.000)
    • kr 7.000 fyrirfram + 24x kr 2.042 /mán. (samtals kr 56.000)


    Það er hægt að sækja um styrk hjá okkur


    Athugið:
    Nokkrir nemendur hafa fengið styrk frá stéttarfélagi – sérstaklega þeir sem starfa í heilbrigðis-, kennslu- eða félagsþjónustu.

    Allar upphæðir eru í norskum krónum.

    2ja ára fjarnám í grasalækningum

    Þetta 2ja ára nám er meira en bara fræðsluáætlun; þetta er umbreytandi reynsla sem útvegar þér þekkingu, færni og sjálfstraust til að skara fram úr á sviði nýtingar á jurtum og jurtavörum.

    Hvort sem þú stefnir að því að æfa faglega eða samþætta grasalækningar inn í þitt persónulega líf, eða á sjálfstæðan hátt sem fyrirtækjarekandi, þá veitir þetta námskeið traustan grunn fyrir ferð þína.

    Ekki missa af þessu tækifæri til að breyta ástríðu þinni fyrir plöntum og náttúrulegum aðferðum í gefandi feril. Skráðu þig í dag og byrjaðu ferð þína í átt að því að verða vottaður/vottuð sem grasalæknir!
    sérstaða okkar

    Hvað er sérstakt við okkar grasalæknanám?

    Framleiðsla jurtasnyrtivara

  • Lærðu að búa til náttúrulegar og áhrifaríkar jurtasnyrtivörur.
  • Verkstæði þar sem þú býrð til húðvörur eins og húðkrem, smyrsl og balsam.
  • Skildu vísindin á bak við jurtainnihaldsefni og áhrif þeirra á húðina.
  • Markaðssetning og viðskiptaþróun

  • Náðu valdi á vörumerkingu og markaðssetningu jurtavara þinna.
  • Lærðu stafrænar markaðsaðferðir, þar á meðal samfélagsmiðla, leitarvélabestun (SEO) og efnisgerð.
  • Skildu lagaleg atriði við sölu á jurtavörum.
  • Rafræn viðskipti og netverslun

  • Skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvernig á að setja upp eigin netverslun.
  • Lærðu um rafræn viðskiptakerfi, greiðslugáttir og birgðastjórnun.
  • Þróaðu aðferðir til að laða að og halda viðskiptavinum, auka sölu og skapa stöðuga tekjustrauma.
  • Lifandi fjarnám

    • Zoom fundir eru kjarninn í vel heppnuðu online námskeiði.
    • Við bjóðum upp á lifandi samskipti þar sem nemendur og kennarar geta átt rauntíma umræður, deilt skjölum og haft persónulegt samtal, eins og í hefðbundnum kennslustofum.
    • Við fundum 1 sinni í viku, á fimmtudögum kl 19:00 eða 18:00 (misjafnt miðað við hvort það sé sumar- eða vetrartími í Noregi

    Íslenskar plöntur

  • Kynntu þér töfra íslenskra plantna með sérhæfðu námskeiði okkar.
  • Við kennum um heilsueflandi eiginleika íslenskra plantna, hvernig þær hafa verið notaðar í aldaraðir og hvernig þú getur nýtt þær í dag til að stuðla að náttúrulegri vellíðan.
  • Orkulækningar jurtanna

    • Upplifðu kraftinn í orkulækningum jurta með námskeiði okkar.
    • Með þekkingu á orkulækningum jurta lærir þú að styrkja lífsorku þína, draga úr streitu og bæta almenna vellíðan.
    • Þetta er djúpvitur viska sem sameinar náttúruvísindi og fornar lækningaaðferðir, sem mun gefa þér verkfæri til að skapa jafnvægi og innri frið. 
    Empty space, drag to resize

    Greiðsludreifing og styrkir

    Við bjóðum upp á sveigjanlegar greiðsluútfærslur:

    • kr 45.000 – allt greitt fyrirfram
    • kr 5.000 fyrirfram + 4x kr 11.000 /6 mán. (samtals kr 49.000)
    • kr 6.000 fyrirfram + 12x kr 3.917 /mán. (samtals kr 53.000)
    • kr 7.000 fyrirfram + 24x kr 2.042 /mán. (samtals kr 56.000)


    Það er hægt að sækja um styrk hjá okkur. 


    Athugið:
    Nokkrir nemendur hafa fengið styrk frá stéttarfélagi – sérstaklega þeir sem starfa í heilbrigðis-, kennslu- eða félagsþjónustu.

    Öll verð eru í norskum krónum (NOK).

    Þetta segja nemendur um námið

    #skemmtilegt og fræðandi | #gríðarlega vel sett upp | #stútfullt af fróðleik | #góð framsetning | #raunveruleg dæmi | #ómetanlegur leiðbeinandi | #skapandi og lærdómsríkt | #verkleg sköpunarverkefni | #raunveruleg dæmi | #ótrúlega skemmtilegt | #raunveruleg dæmi | #verkefnin skemmtileg | #himnasending | #ótrúlega spennandi heimur

    Jurtir heimsins og mannslíkaminn eru án efa með því flóknara sem fyrirfinnst á jarðarkúlunni okkar og að mastera þetta hvort tveggja saman á þessum 2 árum sem námið er verður að teljast ógerlegt að mínu mati. Þess vegna skiptir miklu máli að námið sé rétt upp byggt og matreitt í nemendur á réttum hraða til þess að geta verið með sterka og góða grunnþekkingu á náminu að því loknu en eftir það tekur við áframhaldandi sjálfsnám vonandi til æfiloka. Nú er ég kominn vel af stað í náminu þótt mikið sé eftir og gæti ekki verið sáttari með uppsetningu á náminu, þá er skólasíðan þannig sett upp að hún verður ómetanleg til uppflettingar um árabil. Það er hver grasalæknir með sínar aðferðir og er María Hrefna engin undantekning þar, ég vissi aðeins um hennar menntun og þekkingu áður en ég hóf námið og lít ég mikið upp til hennar sem mentor á þessu sviði. Hún fer inn á ákveðin svið í grasalækningur sem held ég alls ekki allar grasalæknar stúdera eins og orkulækningar sem ég hef haft mikinn áhuga á lengi og var frábær viðbót sem ég vissi ekki af fyrir annars frábært nám að öllu leyti. Ég get svo sannarlega mælt 100% með þessu skemmtilega og fræðandi námi fyrir alla sem finna löngun til að fara inn á þetta svið sem gefur manni ekki bara getu og vottun til að starfa sem grasalæknir heldur einnig verkfæri til þess að nýta jurtirnar til þess að bæta eigin heilsu og manns nánustu um ókomna tíð. Frábært og virkilega skemmtilegt nám í alla staði og ég er stoltur að hafa slíkan viskubrunn sem María er sem mentor á þessu sviði.

    HEIÐAR ÖRN ÓLASON

    Það var skyndiákvörðun að skrá mig á námskeiðið hjá þér og er ég fegin að hafa tekið þessa ákvörðun.

    Mér finnst námskeiðið gríðarlega vel sett upp og það er stútfullt af fróðleik. Einnig finnst mér kennarinn metnaðarfullur og sér um að svara öllum spurningum eða fer í að kanna málið. Námskeiðið er fjölbreytilegt og hefur kveikt í mér að kynnast náttúrunni betur til að bæta lífsstílinn minn. Ég mæli eindregið með námskeiðinu. 

    PIA RUMPF

    Mjög áhugavert nám mikil þekking og góð framsetning. Ég er ótrúlega spennt fyrir framhaldinu því ég finn að allt grasalæknanámið mun opnast á 2 ára ferðalaginu, ég þarf ekki að muna og kunna allt strax, það kemur smá sama með endurtekningu og ástundun.

    JÓHANNA HILMARSDÓTTIR

    María Hrefna Hjálmarsdóttir Ringdal er einstakur kennari og jurtalæknir sem miðlar þekkingu sinni með mikilli ástríðu og alúð. Hún hefur djúpan skilning á lækningarmætti jurta og miðlar því á skýran, hvetjandi og aðgengilegan hátt. Með yfirgripsmikilli reynslu og einstökum kennsluháttum nær hún að gera flókin efni einföld og spennandi. Það sem gerir Maríu Hrefnu að frábærum kennara er ekki bara djúp þekking hennar heldur líka hæfileikinn til að vekja áhuga og innblástur hjá nemendum hennar. Hún hvetur til gagnrýnnar hugsunar, gefur nemendum raunveruleg dæmi úr náttúrunni, náttúrulyfjum og skapar lærdómsríkt umhverfi þar sem allir finna sig velkomna. Ég mæli eindregið með þessu námi fyrir þá sem hafa áhuga á núttúrinni og náttúrulækningum. Ég er ómetanlega þakklát fyrir að hafa fengið að koma inn í hópinn hennar Maríu Hrefnu og mun taka með mér dýrmæta þekkingu hennar sem er virðing fyrir náttúrunni og náttúrulækningum í framtíðinni. Hún er ómetanlegur leiðbeinandi fyrir mig sem vill dýpka skilning á jurtalækningum og náttúrulegri heilsu.

    INGA ARNAR

    Skemmtilegt - Skapandi - Lærdómsrikt!

    Ég tel mig mikið heppna að hafa rekið augun í auglýsingu um nám í grasalækningum hjá Grasakonunni, því námið er bæði skemmtilegt og um leið mjög fræðandi. Námsefnið er vel sett fram – það er skipulagt, fjölbreytt og um leið forvitnilegt. Hver kennslulota býður upp á spennandi blöndu af fræðilegri þekkingu og hagnýtingu, sem gerir efni hverrar viku skemmtilegt og um leið áhugahvetjandi.
    Einn af áberandi þáttum þessa náms er hvernig sköpunarkraftur og áhugasvið nemandans fær að blómstra í skemmtilegum verklegum sköpunarverkefnum og hugstormun. Æfingin skapar meistarann og reynslan kennir ráðið!
    Vikulega hittast nemendur og kennari á Zoom fundi. Það er frábær vettvangur fyrir samskipti og umræður, sem gerir okkur nemendum kleift að haldast við efnið í léttri verkefnavinnu og spjalli en á sama tíma að styrkja og efla hópinn. Það er frábært að geta tengst öðru áhugafólki um jurtalækningar og um leið að geta deilt innsýn og reynslu um fræðin til hvors annars.
    Grasakonan María Hrefna hefur hér skapað frábært nám með sínum einstöku hæfileikum og innsýn í fræðin. Nálgun hennar á námsefnið gefur skýrt til kynna hversu vel hefur verið vandað til verka og það er ljóst að mikil hugsun hefur farið í að skipuleggja hverja lotu svo myndist samfella náms sem byggt er ofan á í hverri viku. Ástríða hennar fyrir jurtalækningum er smitandi, ég er spennt í hverri viku að sjá hvað leynist í næstu kennslulotu!
    Á heildina litið hefur nám mitt í grasalækningum hjá Grasakonunni farið fram úr væntingum mínum. Ég mæli eindregið með þessu námi fyrir alla sem hafa áhuga á að kafa ofan í heillandi heim jurtanna. Námsumhverfið, námsefnið, stuðningur kennara og samnemenda er klárlega peninganna virði ef þig hefur alltaf dreymt um að læra grasalækningar.

    GUÐNÝ LÁRA GUNNARSDÓTTIR

    Þegar ég fór í þetta nám renndi ég blint í sjóinn þar sem ég vissi í raun ekkert um plöntur. Ég verð að segja að þetta er ótrúlega skemmtilegt og krefjandi nám. Það heltekur mann að því leyti að allt sem ég er að læra hverju sinni verður svo áhugavert að þó stutt sé á liðið hefur hvarflað að mér að opna þörungarverksmiðju ( vorum að læra um þörunga) gerast sveppabóndi ( þegar við vorum að læra um sveppi) og síðast en ekki síst að rækta allar heimsins jurtir til lækninga. þetta er bara þriðji mánuðurinn en möguleikarnir virðast endalausir. Ég er líka þakklát fyrir að við fáum að vinna þetta á okkar hraða þar sem við erum misjafnlega stödd í þekkingu okkar á plöntum. Námið er vel upp sett, ítarlegt og við náum að tengjast hvert öðru í tímunum og vinna saman verkefni og spjalla um námið sem gerir þetta ennþá betra. María er góður kennari og maður finnur að allar spurningar eiga rétt á sér og þeim samviskulega svarað.

    HEIÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR

    María Hrefna býr yfir djúpri þekkingu og ástríðu fyrir grasalækningum sem skín greinilega í gegn í náminu. Hún fylgist einstaklega vel með nemendum, veitir gott aðhald og aðlagar kennsluhætti eftir ólíkum þörfum. Námið sjálft er mjög vel uppsett og verkefnin skemmtileg og skapandi. Það er greinilegt að hún hefur lagt mikla vinnu og metnað í að byggja upp námið. María hefur ótrúlega hæfileika til að miðla þekkingu og búa til umhverfi sem hvetur til dýpri skilning og áhuga á efninu. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta nám og það er heiður að fá að læra af henni.

    Hafðu það sem allra best elsku María og ég er mjög spennt að halda áfram í þessu frábæra námi.

    ERNA DAGNÝ HJALTALÍN

    Ég er svo þakklátt fyrir að hafa séð auglýsingu frá Graskonan.is um nám í grasalækningum. Mig hafði lengi langað til þess að læra grasalækningar en þar sem það var ekki kennt á Íslandi kom ég mér ekki í að gera neitt í því. Þess vegna var það alger himnasending fyrir mig að sjá að þetta nám var fjarnám.  Ég hef aldrei séð eftir því að skrá mig í námið, því strax á fyrstu dögunum sá ég að þetta var órtúlega flott upp sett og mér fannst ég alltaf vera að læra eitthvað nýtt. María kennarinn okkar er hafsjór af fróðleik og hefur ótrúlega rólega og góða nærveru. Vinnubrögð hennar eru algerlega til fyrirmyndar. Mer finnst alveg frábært að geta leitað til henna ref mig vantar svör/ráð varðandi námsefnið og verkefnin sem við erum að gera. Þó ég sé bara nýlega byrjuð í námiu hef ég þegar fengið meiri þekkingu á viðfangsefninu en ég hafði getað látið mig dreyma um. Mér finnst námið vera mjög hvetjandi og grasalækningar ótrúlega spennandi heimur til að skoða. Eins er ég mjög ánægð með facebook síðuna þar sem við deilum verkefnum og leitum ráða hjá hvert öðrum, það er mjög hvetjandi og fallegur hópur sem er til í að styðja hvort annað og miðal af reynslu sinni, María er mjög góð að halda utan um hópin og leiða okkur áfram enda eru samskiptin þar alveg til fyrir myndar. Takk fyrir mig, get ekki beðið með að læra Meira og kynnst grasalækningum og undraheimi hennar betur.

    KRISTÍN RAGNA HÖSKULDSDÓTTIR

    Ég er mjög ánægð með námið. Það er svo mikill fróðleikur, góðar útskýringar á öllu efninu. Mér finnst uppsetning á náminu góð. 

    Hver kaflinn á eftir er svo fróðlegur og mér finnst námið meiri háttar. Ég er svo ánægð að hafa skellt mér í það. Góður kennari.

    HAFDÍS SIGRÍÐUR SVERRISDÓTTIR

    Grasalæknir

    • Hjá Maríu Hrefnu
    • 2 ára fjarnám
    • 1650 tímar
    Write your awesome label here.
    2 fyrstu hlutanámskeiðin eru opin um leið og þú ert búin að skrá þig vegna þess að það getur verið eitthvað sem þú hefur áhuga á að útvega þér af plöntum, verkfærum eða bókum áður en námið hefst. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt. Annars hefst námið formlega 2. janúar 2025. 
    • Kynning á námi, opið við skráningu
    • Kynning á grasalækningum, opið við skráningu 
    • Grasafræði og plöntugreining
    • Gerð jurtalyfja I
    • Meltingarkerfið
    • Jólafrí með ívafi af vinnutímum
    • Taugakerfi
    • Tilfinningaleg og andleg vellíðan
    • Innkirtla- og hormónaheilsa
    • Þvagfærakerfi
    • Öndunar- og ónæmiskerfi
    • Húðheilsa
    • Hjarta- og æðakerfi
    • Stoðkerfi
    • Meðganga, fæðing og eftir fæðingartímabil
    • Sumarfrí með léttum sumarverkefnum
    • Ungbörn og börn
    • Orkulækningar jurtanna
    • Sjálfbærar aðferðir í grasalækningum og hönnun jurtagarða
    • Samskipti við viðskiptavini og siðfræði
    • Að byggja upp meðferðarsamband
    • Hönnun jurtalyfjaverslunar
    • Kynning á sjálfbærum viðskiptaháttum og lífstílsáætlun
    • Lokaverkefni kynning
    • Gerð jurtalyfja II
    • Gerð snyrtivara
    • Vefverslun með woocommerce og wordpress
    • Markaðssetning á eigin verslun
    • Lokaverkefni sett fram
    Yfirlit
    • Jurtafræði 430 tímar
    • Líffræði 300 tímar
    • Markaðssetning, samskipti og sjálfbærni 60 tímar
    • Sjálfsnám áætlað 860 tímar
    • Samtals alls 1.650 tímar

    Guðný Lára Gunnarsdóttir

    Guðný Lára Gunnarsdóttir er ein af leiðbeinendum Grasakonu skólans og stundar jafnframt nám í fyrsta hópi skólans í menntun til grasalæknis. Hún leiðir vikulegar kennslustundir á íslensku þar sem hún aðstoðar nemendur varðandi grasalækningar með skapandi nálgun og nærveru. Guðný er menntuð í tónlist, jógakennslu, shamanískri heilun og hljóðmeðferð, og hefur haldið umbreytandi helgarbúðir í suðurhluta Íslands í gegnum fyrirtækið sitt Armonia Iceland.

    Greiðsludreifing og styrkir

    Við bjóðum upp á sveigjanlegar greiðsluútfærslur:

    • kr 40.500 – allt greitt fyrirfram
    • kr 5.000 fyrirfram + 4x kr 11.000 /6 mán. (samtals kr 49.000)
    • kr 6.000 fyrirfram + 12x kr 3.917 /mán. (samtals kr 53.000)
    • kr 7.000 fyrirfram + 24x kr 2.042 /mán. (samtals kr 56.000)


    Athugið:
    Nokkrir nemendur hafa fengið styrk frá stéttarfélagi – sérstaklega þeir sem starfa í heilbrigðis-, kennslu- eða félagsþjónustu.

    Öll verð eru í norskum krónum (NOK).

    Algengar spurningar

    Þarf ég að hafa reynslu af jurtalækningum til að taka þátt?

    Nei, engin fyrri reynsla er nauðsynleg. Námskeiðið er hannað fyrir öll námstig og býður upp á fjölda aðferða til að henta mismunandi námsstílum.

    Hef ég aðgang að námsefninu eftir námslok?

    Já, allar upptökur, efni og annað efni er aðgengilegt svo lengi sem Grasalækna skólinn er til. Upptökur af zoom fundum verða settir inn, innan 24 klukkustunda frá loknum fundi.

    Hef ég aðgang að námsefninu um leið og ég er búin að skrá mig?

    Þú munt hafa aðgang að efni 2ja fyrstu og minnstu hluta námskeiðsins um leið og þú skráir þig. Þeir hlutar innihalda kynningu og einnig yfirlit yfir bækur, plöntur og verkfæri sem eru áhugaverð fyrir ykkur sem stundið námið en þó ekki nauðsynleg til að geta stundað námið. Fyrir ykkur sem eruð sérlega áhugasöm getur verið spennandi að útvega sér eitthvað af þessu áður en námið byrjar en það fer allt eftir áhuga og hverjum og einum sem stundar námið.

    Styrkir stéttarfélagið mitt námið

    Það er mismunandi eftir stéttarfélögum hvað þau styðja. Þú þarft sjálf(ur) að hafa samband við þitt stéttarfélag til að fínna út hvort þú gætir fengið styrk fyrir náminu.

    Er heimavinna í þessu námskeiði?

    Í staðinn fyrir heimavinnu, höfum við “Sköpunarverkefni”. Það er mikilvægt að þú skoðir og klárir þessi verkefni áður en þú mætir í hvern tíma. Skriflegum verkefnum á að hlaða upp á “Sköpunarverkefni” rásina á samfélagssvæðinu til að fá einkunn.

    Mun kennari svara spurningum mínum?

    Já, þú getur sett spurningar þínar í samfélagsspjallið og við munum svara þeim eins fljótt og auðið er. 

    Fæ ég stuðning frá kennurum?

    Já, þú munt hafa aðgang að kennara í gegnum spurt og svarað á samfélaginu okkar. Námið inniheldur einnig vikulega fundi á internetinu með vikulegum (sept-maí, með einstaka fríi nokkrar vikur) tækifærum til að spyrja spurninga og fá persónulegar leiðbeiningar.

    Get ég tengst meðnemendum mínum?

    Já, þú getur tengst meðnemendum þínum á samfélagssvæðinu.

    Mun vottunin hjálpa mér að fá atvinnu?

    Við getum að sjálfsögðu ekki ábyrgst að þú fáir atvinnu, en eftir að þú færð vottun í grasalækningum, verður þú betur undirbúin(n) til að miðla af þekkingu þinni, hjálpa viðskiptavinum, kenna, selja, markaðssetja og vinna með öðrum, sem mun geta skapað þér fjölda tækifæra á þessu sviði.

    Hvernig mun ég hafa aðgang að námskeiðinu og tímum?

    Lifandi tímar/fundir verða haldnir á Zoom. Upptökur og efni verða hýst á nemendavefsvettvangi okkar eftir hverja vikulegu lotu.

    Er námskeiðið á netinu, í persónu eða blandað?

    Námskeiðið í grasalækningum er algerlega á netinu, sem veitir kraftmikið og mjög gagnvirkt námsumhverfi með vikulegum lifandi æfingum og fundum og tækifærum til að tengjast meðnemendum og kennurum. 

    Hvað krefst námskeiðið mikils tíma?

    Námskeiðið krefst yfirleitt 17 klukkustunda á viku, þar á meðal 90 mínútna tíma í hverri viku og 9 klukkustunda námsefni. Viðbótartími kann að vera nauðsynlegur í lokaverkefninu. Sjálft námið stendur yfir í samtals 2 ár með hléum um sumarið, þótt það sé ætlast til þess að nemendur safni plöntum og vinni að hluta til með lokaverkefni yfir sumartímann.

    Hver ætti að taka þetta námskeið?

    Allir sem vilja læra um kraft jurtanna, bæta heilsu sína og annarra, jurtaáhugafólk, náttúrulæknar, heilsuþjálfarar, heimilisgarðyrkjumenn, náttúruunnendur og allir þeir sem vilja auka tekjur sínar gegnum náttúrulegar leiðir.

    Hvað þýðir þessi vottun?

    Þetta er vottun um að hafa lokið námi grasalæknir hjá Grasakonan. Til þess að fá vottun verður þú að klára allar kennsluupptökur, ná að minnsta kosti 70% í öllum prófum, klára 70% af öllum heima sköpunarverkefnum og skila viðurkenndu lokaverkefni.

    Get ég kallað mig grasalækni að námi loknu

    Já, að menntun lokinni getur þú kallað sjálfa(n) þig grasalækni. Athugaðu hins vegar að nafnið grasalæknir er ekki verndað starfsheiti á Íslandi. Hins vegar ber þér að láta alla þína viðskiptavini vera klárlega upplýst um það að þú hafir ekki formlega menntun sem læknir, heldur er þetta um náttúrulækningar að ræða. Nafnið grasalæknir er ekki verndað starfsheiti og ef svo skyldi ske í framtíðinni, þá getur verið að þú þurfir að breyta um starfsheiti því þetta nám gefur þér ekki rétt á vernduðu starfsheiti, en í nágrannalöndum Íslands þá er starfsheitið Herbalist eða jurtafræðingur sem er almennt viðurkennt og notað en að engu síður er það heldur ekki verndað starfsheiti. Orðið grasalæknir er mikið notað í gegnum árin á Íslandi og þeir sem sinna því starfi hafa bæði haft lengra nám að baki sér með B.Sc. gráðu og einnig þeir sem hafa lært mann frá manni eins og hefur gengið niður í ætt Þórunnar sem áður var kölluð grasakona. 

    Get ég orðið hluti af félagssamtökum 

    Í dag finnst ekki félag íslenskra grasalækna. En námið er mjög ítarlegt og lengdin á því þannig gerð að ef þú værir til dæmis í Noregi, ættir þú að geta skráð þig hjá félögum sem eingöngu samþykkja þá sem hafa stundað vissan fjölda af tímum í svona námi og tímafjöldi í þessu námi uppfyllir skilyrði fjölda tíma. Þarlendis myndir þú kalla þig Herbalist eða Fytoterapeut. Sem hluti af þannig félagsskap þá er til dæmis hægt að ábyrgðartryggingar á sérstaklega góðum kjörum. 

    Þarf ég að mæta í skólann á hverjum degi?

    Námið er þannig að það er fundur einu sinni í viku annaðhvort klukkan 18:00 eða 19:00 að íslenskum tíma á fimmtudögum (þú færð alltaf upplýsingar um tímann sent í pósti). Við hittumst online aðeins einu sinni í viku og nemendur verða sjálfir að stunda nám gegnum kerfið aðra daga og þar að auki heimanám með ýmsum skilaverfkefnum. Timinn sem við hittumst á 1 sinni í viku er 90 mínútna tími.

    Er þetta nám Batchelor of Science gráða?

    Nei, þetta nám er ekki B.sc. gráða en hins vegar getur verið að ef þú vilt stunda nám erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, Ástralíu eða Bretlandi, sem eru þau lönd sem ég veit hafa Batchelor of science gráðu (kostar yfir 90.000 USD í USA) þá getur verið að einhver þeirra skóla muni meta þetta nám inn í Batchelorgráðu, hins vegar þarftu ekki þá gráðu til þess að starfa sem grasalæknir.  Það þarf heldur ekki að hafa þessa gráðu til að vinna sem grasalæknir (herbalist á ensku) í Bretlandi, Bandaríkjunum eða Ástralíu eftir því sem ég best veit. 

    Þarf ég að borga eitthvað annað en námsgjaldið?

    Í raun þarft þú ekki að greiða neitt annað en það er ýmislegt sem getur verið spennandi fyrir þig að hafa sem grasalækni. Það eru sum heimaverkefni sem fjalla um að búa til jurtalyf og þá verður þú að útvega þér það sem þarf í það og þar fram eftir götunum, en ég er mjög sanngjörn að því leyti að til dæmis ef ég bið nemendur um að útbúa rósahunang, þá er í lagi að útbúa hunang með öðrum plöntum en rósum. Þetta gildir um öll heimaverkefni, það er alltaf hægt að finna einfalda og ódýra lausn sem er samþykkt sem æfing og verkefni. 

    Hvaða kröfur eru gerðar til mín í náminu?

    • Horfa á 100% af upptökum af öllum námskeiðinu
    • Fá að minnsta kosti 70% í einkunn í öllum prófum (þau má endutaka eins oft og þú vilt)
    • Skila að minnsta kosti 70% af öllum heimanámsverkefnum
    • Klára lokaverkefni og skila því til kennara þíns fyrir skilafrest
    • Nemendur hafa 24 mánuði til að ljúka námsskránni og lokaverkefninu til að verða vottaðir

    Greiðsludreifing og styrkir

    Við bjóðum upp á sveigjanlegar greiðsluútfærslur:
    kr 40.500 – allt greitt fyrirfram
    kr 5.000 fyrirfram + 4x kr 11.000 /6 mán. (samtals kr 49.000)
    kr 6.000 fyrirfram + 12x kr 3.917 /mán. (samtals kr 53.000)
    kr 7.000 fyrirfram + 24x kr 2.042 /mán. (samtals kr 56.000)

    Það er hægt að sækja um styrk hjá okkur. 

    Athugið
    : Nokkrir nemendur hafa fengið styrk frá stéttarfélagi – sérstaklega þeir sem starfa í heilbrigðis-, kennslu- eða félagsþjónustu.
    Öll verð eru í norskum krónum (NOK).

    María Hrefna Hjálmarsdóttir Ringdal

    Maria Hrefna Hjálmarsdóttir Ringdal og býr á litlum bóndabæ í Rogalandi, í Noregi, þar sem hún rekur garðinn sinn eftir sjálfbærnireglum sem hentar henni vel sem grasalækni. Hún er fædd og uppalin á Íslandi, þar sem hún bjó til 24ra ára aldurs en fluttist þá til Svíþjóðar og stundaði nám í markaðshagfræði og tölvutækni í 5 ár.

    Fyrir þá sem hafa áhuga þá vann María Hrefna lokaverkefnið sitt í markaðshagfræði við Skógrækt ríkisins á Íslandi, þar sem hún tók fyrir sölu á íslenskum jólatrjám. Eftir þá vinnu voru settir íslenskir fánar á öll íslensk jólatré í sölu á Íslandi.

    María hefur búið erlendis meir en hálfpartinn af æfinni og meðal annars í Sameinuðu furstadæmunum þar sem hún starfaði sem gæðastjóri í olíuþjónustufyrirtæki. María hefur starfað sem tölvuverkefnastjóri, framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, gæðastjóri, markaðsstjóri, hótelstjóri, netverksstjóri og nú síðast innan grasalækninga. María rak í sínum tíma einu stærstu snyrtistofu Noregs á 1100 fermetra svæði og þúsundir viðskiptavina, þar sem hún seldi meðal annars eigið merki af snyrtivörum. María er einnig menntuð innan, snyrtifræði/húðfræði/líffræði (háskólastig), fiskuppeldi(háskólastig) og ræktun á vínberjum til víngerðar, María talar og skrifar íslensku, norsku, sænsku, dönsku, ensku. 
    Patrick Jones - Course author
    Empty space, drag to resize
    Viltu vita ennþá meir um Maríu Hrefnu. Smelltu hér.

    Frá blogginu

    Búið til með